Heildar­velta á milli­banka­markaði með krónur var sam­tals 8 milljarðar ís­lenskra króna í júní, saman­borið við 1 milljarðs króna veltu í maí­mánuði, sam­kvæmt ný­upp­færðum hag­tölum Seðla­banka Ís­lands.

Heildar­velta á milli­banka­markaði með gjald­eyri nam 76 milljónum evra í júní, jafn­virði 11,4 milljarða króna. Hlutur Seðla­banka Ís­lands af gjald­eyris­veltu í júní var enginn.

Meðal­gengi evru lækkaði gagn­vart krónu um 0,4% milli maí og júní.

Heildar­velta á milli­banka­markaði með krónur var sam­tals 8 milljarðar ís­lenskra króna í júní, saman­borið við 1 milljarðs króna veltu í maí­mánuði, sam­kvæmt ný­upp­færðum hag­tölum Seðla­banka Ís­lands.

Heildar­velta á milli­banka­markaði með gjald­eyri nam 76 milljónum evra í júní, jafn­virði 11,4 milljarða króna. Hlutur Seðla­banka Ís­lands af gjald­eyris­veltu í júní var enginn.

Meðal­gengi evru lækkaði gagn­vart krónu um 0,4% milli maí og júní.

Sam­kvæmt Seðla­bankanum var vísi­tala raun­gengis ís­lensku krónunnar 93,1 stig í júní og hækkaði um 0,6% miðað við mánuðinn þar á undan.

Vísi­tala raun­gengis á mæli­kvarða hlut­falls­legs verð­lags var 2,9% hærri í júní saman­borið við júní árið 2023.

Á öðrum árs­fjórðungi ársins 2024 var vísi­tala raun­gengis á mæli­kvarða hlut­falls­legs verð­lags 93,0 stig sem er 0,9% hækkun miðað við fyrsta árs­fjórðung 2024.

Vísi­tala raun­gengis á mæli­kvarða hlut­falls­legs launa­kostnaðar var 98,0 stig á fyrsta árs­fjórðungi 2024, hækkaði um 3,8% miðað við fjórða árs­fjórðung 2023.

Er­lendar eignir Seðla­banka Ís­lands námu 887,7 milljörðum króna í lok júní, saman­borið við 914,1 milljarð í lok maí.

Er­lendar skuldir Seðla­banka Ís­lands námu 79,4 milljörðum króna í lok júní saman­borið við 78,2 milljarða í lok maí.