Verðbólga á evrusvæðinu hjaðnaði úr 2,6% í 2,5% á milli maí og júní. Verðbólgumælingin var í samræmi við væntingar hagfræðinga sem tóku þátt í könnun Reuters.

Kjarnaverðbólga, sem undanskilur vöruflokka í matvæla- og orkugeiranum, mældist 2,9% og var aðeins yfir væntingum hagfræðinga sem áttu von á að hún yrði nær 2,8%‏.

Verðbólga á evrusvæðinu hjaðnaði úr 2,6% í 2,5% á milli maí og júní. Verðbólgumælingin var í samræmi við væntingar hagfræðinga sem tóku þátt í könnun Reuters.

Kjarnaverðbólga, sem undanskilur vöruflokka í matvæla- og orkugeiranum, mældist 2,9% og var aðeins yfir væntingum hagfræðinga sem áttu von á að hún yrði nær 2,8%‏.

Áhyggjur af þjónustuliðnum

Þjónustuliðurinn í vísitölunni hélst hár sem gæti stuðlað að auknum áhyggjum innan Seðlabanka Evrópu um um áframhaldandi verðbólguþrýsting á evrusvæðinu. Árshækkun þjónustuliðarins hélst óbreytt í 4,1%.

Í umfjöllun Reuters segir að sumir hagfræðingar telja að verðlag í þjónustugeiranum fylgi öðrum liðum vísitölunnar með ákveðinni töf og að von sé á leiðréttingu.

Aðrir óttast þó að skortur af vinnuafli, hraður launavöxtur og lág framleiðni í þjónustugeirum geti stuðlað að frekari verðhækkunum og haldið verðbólgu á evrusvæðinu yfir 2% markmiði evrópska seðlabankann um nokkurt skeið. Bent er á að atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist áfram sögulega lágt en samkvæmt síðustu mælingu fyrir maímánuð var það 6,4%.