Vísitala neysluverðs í Kína hélst stöðug í maí en á meðan dró úr vísitölu framleiðsluverðs. Þróunin bendir til þess að kínversk stjórnvöld þurfi að gera enn meira til að styðja við innlenda eftirspurn.

Samkvæmt kínversku hagstofunni hækkaði vísitala neysluverðs um 0,3% í maí miðað við sama tímabil í fyrra. Vísitala framleiðsluverðs lækkaði aftur á móti um 1,4% eftir að hafa dregist saman um 2,5% í apríl.

Vísitala neysluverðs í Kína hélst stöðug í maí en á meðan dró úr vísitölu framleiðsluverðs. Þróunin bendir til þess að kínversk stjórnvöld þurfi að gera enn meira til að styðja við innlenda eftirspurn.

Samkvæmt kínversku hagstofunni hækkaði vísitala neysluverðs um 0,3% í maí miðað við sama tímabil í fyrra. Vísitala framleiðsluverðs lækkaði aftur á móti um 1,4% eftir að hafa dregist saman um 2,5% í apríl.

„Ég held að verðhjöðnunin hafi ekki dofnað enn og er vísitala framleiðsluverðs að mestu knúin áfram af hrávöruverði eins og kopar og gulli, sem endurspeglar ekki endilega innlenda eftirspurn í Kína,“ segir Zhang Ziwei, aðalhagfræðingur hjá Pinpoint Asset Management.

Kínverska hagkerfið hefur átt í erfiðleikum með áframhaldandi endurkomu eftir tímabil heimsfaraldursins. Fasteignakreppa landsins ásamt dvínandi trausti fyrirtækja og neytenda hefur einnig sett strik í reikninginn.

Stjórnvöld hafa heitið því að skapa fleiri störf sem tengjast stórum verkefnum og hafa sett af stað aðgerðir til að efla innlenda eftirspurn meðal ungs fólks í landinu. Nýjustu verðbólgumælingar sýna þá áskorun sem ríkisstjórnin í Peking þarf að glíma við.

Margir hagfræðingar spá því að stjórnvöld muni kynna til leiks enn fleiri áætlanir á næstu mánuðum til að styðja við hagvöxt og ná markmiði sínu um 5% vöxt á þessu ári. Sérfræðingar eins og Zhang segja þó að yfirvöld verði að útfæra mikinn ríkisfjármálapakka til að ýta undir traust og fá heimili og fyrirtæki til að eyða á ný.