Verðbólga í Bretlandi mældist 10,1% í september og jókst um 0,2 prósentustig á milli mánaða. Verðbólgan þar í landi hefur ekki verið meiri í fjóra áratugi.

Í verðbólgutölum Breska hagstofunnar kemur fram að matvælaverð hafi hækkað um 14,5% á ársgrundvelli en þessi liður verðbólgunnar hefur ekki hækkað meira á tólf mánaða tímabili frá því í apríl 1980. Brauð, kjötvörur, mjólk, ostur og egg leiddu hækkanir.