Ár­sverð­bólga í Dan­mörku mældist 1,1% í júlí­mánuði sam­kvæmt tölum dönsku hag­stofunnar í morgun. Mun það vera lækkun úr 1,8% í júní­mánuði.

Sam­kvæmt Pal­le Søren­sen, aðal­hag­fræðingi Nykredit, komu tölurnar ekki á ó­vart þar sem verð­bólga er mæld á árs­grund­velli og miklar hækkanir áttu sér stað í júlí í fyrra.

Að sögn Søren­sen hafa laun hækkað í Dan­mörku um 5,4% á síðast­liðnu ári sam­hliða því að verð­bólgan hefur lækkað. Greiningar­deild Nykredit spáir því að veð­bólgan muni taka þó ör­lítið við sér í haust.

Ár­sverð­bólga í Dan­mörku mældist 1,1% í júlí­mánuði sam­kvæmt tölum dönsku hag­stofunnar í morgun. Mun það vera lækkun úr 1,8% í júní­mánuði.

Sam­kvæmt Pal­le Søren­sen, aðal­hag­fræðingi Nykredit, komu tölurnar ekki á ó­vart þar sem verð­bólga er mæld á árs­grund­velli og miklar hækkanir áttu sér stað í júlí í fyrra.

Að sögn Søren­sen hafa laun hækkað í Dan­mörku um 5,4% á síðast­liðnu ári sam­hliða því að verð­bólgan hefur lækkað. Greiningar­deild Nykredit spáir því að veð­bólgan muni taka þó ör­lítið við sér í haust.

„Þegar verð hækkar jafn lítið og nú og laun eru á upp­leið, sér­stak­lega í einka­geiranum, þýðir það að kaup­máttur Dana sé að styrkjast eftir blóðugan niður­skurð í verð­bólgunni,“ segir Søren­sen en Børsen greinir frá.

Kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í orku- og mat­væla­geiranum, mældist 1% í júlí­mánuði sem er lækkun úr 1,3% í júní.

Danski hag­fræðingurinn Lars Christen­sen segir á sam­fé­lags­miðlinum X að „verð­bólgan í Dan­mörku sé stein­dauð.“