Ársverðbólga í Danmörku mældist 1,1% í júlímánuði samkvæmt tölum dönsku hagstofunnar í morgun. Mun það vera lækkun úr 1,8% í júnímánuði.
Samkvæmt Palle Sørensen, aðalhagfræðingi Nykredit, komu tölurnar ekki á óvart þar sem verðbólga er mæld á ársgrundvelli og miklar hækkanir áttu sér stað í júlí í fyrra.
Að sögn Sørensen hafa laun hækkað í Danmörku um 5,4% á síðastliðnu ári samhliða því að verðbólgan hefur lækkað. Greiningardeild Nykredit spáir því að veðbólgan muni taka þó örlítið við sér í haust.
Ársverðbólga í Danmörku mældist 1,1% í júlímánuði samkvæmt tölum dönsku hagstofunnar í morgun. Mun það vera lækkun úr 1,8% í júnímánuði.
Samkvæmt Palle Sørensen, aðalhagfræðingi Nykredit, komu tölurnar ekki á óvart þar sem verðbólga er mæld á ársgrundvelli og miklar hækkanir áttu sér stað í júlí í fyrra.
Að sögn Sørensen hafa laun hækkað í Danmörku um 5,4% á síðastliðnu ári samhliða því að verðbólgan hefur lækkað. Greiningardeild Nykredit spáir því að veðbólgan muni taka þó örlítið við sér í haust.
„Þegar verð hækkar jafn lítið og nú og laun eru á uppleið, sérstaklega í einkageiranum, þýðir það að kaupmáttur Dana sé að styrkjast eftir blóðugan niðurskurð í verðbólgunni,“ segir Sørensen en Børsen greinir frá.
Kjarnaverðbólga, sem undanskilur sveiflukennda vöruflokka í orku- og matvælageiranum, mældist 1% í júlímánuði sem er lækkun úr 1,3% í júní.
Danski hagfræðingurinn Lars Christensen segir á samfélagsmiðlinum X að „verðbólgan í Danmörku sé steindauð.“
Inflationen er stendød i Danmark https://t.co/hdg0T00Ozl
— Lars Christensen (@MaMoMVPY) August 12, 2024