Þjóðhagsspá Íslandsbanka kom út fyrr í vikunni. Þar er m.a. gert ráð fyrir að verðbólgan hjaðni nokkuð hratt á næstu 2-3 árum. Þannig verði verðbólga að jafnaði 8,7% á þessu ári, 5,3% á því næsta og 3,7% árið 2025.

„Helstu ástæður þess að við teljum að verðbólga muni hjaðna allhratt næstu fjórðunga er bæði vegna útlits um rólegri íbúðamarkað og einnig hjöðnun innfluttrar verðbólgu. Verðbólga í okkar helstu viðskiptalöndum hefur hjaðnað að undanförnu og gætum við farið að sjá áhrif af því hér á landi á næstu mánuðum. Þessir tveir framangreindu liðir, íbúðamarkaður og innflutt verðbólga, skýra nú tæplega 6% af 9,5% ársverðbólgu,“ segir í spánni.

Verðbólguspá Íslandsbanka er nokkuð lík spá Seðlabankans frá 24. maí þar sem gert er ráð fyrir að verðbólgan verði komin niður í 3,4% í árslok 2025. Eldri hagspár Arion banka og Landsbanka spáðu fyrir um verðbólgu á bilinu 4,1-4,7% í lok spátímans, eins og sjá má á grafinu hér að neðan.

Nánar er fjallað um þjóðhagsspá Íslandsbanka í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun, föstudaginn 2. júní. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.