Frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra til breytinga á áfengislögum hefur veriðbirt í samráðsgátt en í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu á grundvelli vefverslunarleyfis.
Samkvæmt greinargerð er frumvarpinu ekki ætlað að hrófla við hlutverki Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og felur ekki í sér beinar tillögur um breytingu á áfengisstefnu, áherslum í lýðheilsumálum eða tekjuöflunarkerfi ríkisins á þessu sviði.
Lagaleg óvissa hefur ríkt um starfsemi erlendrar netverslunar með vörubirgðir hérlendis og segir í greinargerð að frumvarpinu sé ætlað að marka lagalegan ramma um það fyrirkomulag sem nú er til staðar án heimildar.
Frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra til breytinga á áfengislögum hefur veriðbirt í samráðsgátt en í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu á grundvelli vefverslunarleyfis.
Samkvæmt greinargerð er frumvarpinu ekki ætlað að hrófla við hlutverki Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og felur ekki í sér beinar tillögur um breytingu á áfengisstefnu, áherslum í lýðheilsumálum eða tekjuöflunarkerfi ríkisins á þessu sviði.
Lagaleg óvissa hefur ríkt um starfsemi erlendrar netverslunar með vörubirgðir hérlendis og segir í greinargerð að frumvarpinu sé ætlað að marka lagalegan ramma um það fyrirkomulag sem nú er til staðar án heimildar.
„Ekki er ástæða til að ætla að áfengisneysla, og sá vandi sem henni kann að fylgja og sem kann að birtast á ólíkan hátt milli kynja, muni aukast verði frumvarpið að lögum,“ segir í greinargerð.
Þrátt fyrir auknar heimildir til smásölu áfengis, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, verða áfengisauglýsingar enn óheimilar og allur hefðbundinn verslunarrekstur með áfengi verður enn í höndum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins.
Ráðgert er að leyfisveitingar og eftirlit með leyfishöfum verði með sama hætti og verið hefur með önnur leyfi á grundvelli áfengislaga.
Í greinargerð er rifjað upp að einkaréttur ÁTVR til að flytja inn áfengi var afnuminn árið 1995 en í kjölfarið af því hafa einstaklingar mátt flytja inn áfengi til landsins.
Í núverandi áfengislögum er kveðið á um að sérstakt leyfi þurfi til innflutnings í atvinnuskyni en ekki er kveðið á um að almenningur þurfi leyfi til innflutnings áfengis til einkaneyslu.
Á þeim grundvelli hefur almenningur átt kost á að kaupa áfengi í erlendum verslunum sem flutt er hingað til lands og afhent viðkomandi að áfengis- og innflutningsgjöldum uppgerðum.
„Ekki er ráðgert í gildandi áfengislöggjöf að heimild sé til að stunda sambærileg viðskipti í innlendri vefverslun á sama hátt í ljósi einkaleyfis ÁTVR. Vart verða fundin dæmi í íslenskri löggjöf þar sem íslenskum neytendum er óheimilt að kaupa vöru af innlendri verslun sem heimilt er að versla af erlendri verslun og fá senda heim að dyrum,“ segir í greinargerð.
Af þessu má ráða að þær hömlur, sem nú virðast vera á innlendri vefverslun, þjóna ekki tilgangi sínum þar sem almenningur getur, þrátt fyrir hömlurnar, flutt inn áfengi frá erlendum vefverslunum að vild til einkaneyslu.
„Virðist því skorta málefnaleg rök fyrir þessum takmörkunum á atvinnufrelsi hér á landi. Þrátt fyrir að gildandi áfengislöggjöf heimili ekki rekstur innlendra áfengisvefverslana hefur nokkur fjöldi slíkra vefverslana fest sig í sessi á síðastliðnum árum,“ segir í greinargerð.
Samkvæmt greinargerð frumvarpsins er markmiðið að marka smásölu áfengis, sem nú þegar fer fram á veraldarvefnum, lagalegan ramma þar sem kveðið verður á um skilyrði fyrir leyfisveitingu og framkvæmd sölu áfengis.
„Þessar innlendu áfengisverslanir eiga það sameiginlegt að vera með lager og starfsmenn á Íslandi, þó að eigandi verslananna sé eftir atvikum erlendur eða innlendur lögaðili. Bæði er um að ræða lögaðila sem hafa það að meginstarfsemi að selja áfengi og matvöruverslanir sem selja áfengi samhliða matvöru.“
Með því er ætlunin að bregðast við þeirri stöðu að fjöldi innlendra vefverslana selur áfengi til íslenskra neytenda í smásölu þrátt fyrir að ekki sé mælt fyrir um slíka starfsemi í áfengislöggjöf.
Að sama skapi er ætlun frumvarpsins að sömu reglur gildi um afhendingu áfengis, hvort sem það er keypt í erlendri vefverslun eða innlendri.
„Markmið frumvarpsins er því ekki síður að jafna stöðu innlendra áfengisvefverslana við sambærilegar vefverslanir erlendis, sem íslenskum neytendum er nú þegar heimilt að versla við. Verði ekkert aðhafst mun áfram ríkja óvissa um lögmæti innlendra vefverslana með áfengi sem hvorki má telja ásættanlega stöðu fyrir hið opinbera né hinn almenna borgara.“