Frum­varp Guð­rúnar Haf­steins­dóttur dóms­mála­ráð­herra til breytinga á á­fengis­lögum hefur veriðbirt í sam­ráðs­gátt en í frum­varpinu er lagt til að heimilað verði að starf­rækja vef­verslun með á­fengi í smá­sölu á grund­velli vef­verslunar­leyfis.

Sam­kvæmt greinar­gerð er frum­varpinu ekki ætlað að hrófla við hlut­verki Á­fengis- og tóbaks­verslunar ríkisins og felur ekki í sér beinar til­lögur um breytingu á á­fengis­stefnu, á­herslum í lýð­heilsu­málum eða tekju­öflunar­kerfi ríkisins á þessu sviði.

Laga­leg ó­vissa hefur ríkt um starf­semi er­lendrar net­verslunar með vöru­birgðir hér­lendis og segir í greinar­gerð að frum­varpinu sé ætlað að marka laga­legan ramma um það fyrir­komu­lag sem nú er til staðar án heimildar.

Frum­varp Guð­rúnar Haf­steins­dóttur dóms­mála­ráð­herra til breytinga á á­fengis­lögum hefur veriðbirt í sam­ráðs­gátt en í frum­varpinu er lagt til að heimilað verði að starf­rækja vef­verslun með á­fengi í smá­sölu á grund­velli vef­verslunar­leyfis.

Sam­kvæmt greinar­gerð er frum­varpinu ekki ætlað að hrófla við hlut­verki Á­fengis- og tóbaks­verslunar ríkisins og felur ekki í sér beinar til­lögur um breytingu á á­fengis­stefnu, á­herslum í lýð­heilsu­málum eða tekju­öflunar­kerfi ríkisins á þessu sviði.

Laga­leg ó­vissa hefur ríkt um starf­semi er­lendrar net­verslunar með vöru­birgðir hér­lendis og segir í greinar­gerð að frum­varpinu sé ætlað að marka laga­legan ramma um það fyrir­komu­lag sem nú er til staðar án heimildar.

„Ekki er á­stæða til að ætla að á­fengis­neysla, og sá vandi sem henni kann að fylgja og sem kann að birtast á ó­líkan hátt milli kynja, muni aukast verði frum­varpið að lögum,“ segir í greinar­gerð.

Þrátt fyrir auknar heimildir til smá­sölu á­fengis, sem gert er ráð fyrir í frum­varpinu, verða á­fengis­aug­lýsingar enn ó­heimilar og allur hefð­bundinn verslunar­rekstur með á­fengi verður enn í höndum Á­fengis- og tóbaks­verslunar ríkisins.

Ráð­gert er að leyfis­veitingar og eftir­lit með leyfis­höfum verði með sama hætti og verið hefur með önnur leyfi á grund­velli á­fengis­laga.

Í greinar­gerð er rifjað upp að einka­réttur ÁTVR til að flytja inn á­fengi var af­numinn árið 1995 en í kjöl­farið af því hafa ein­staklingar mátt flytja inn á­fengi til landsins.

Í nú­verandi á­fengis­lögum er kveðið á um að sér­stakt leyfi þurfi til inn­flutnings í at­vinnu­skyni en ekki er kveðið á um að al­menningur þurfi leyfi til inn­flutnings á­fengis til einka­neyslu.

Á þeim grund­velli hefur al­menningur átt kost á að kaupa á­fengi í er­lendum verslunum sem flutt er hingað til lands og af­hent við­komandi að á­fengis- og inn­flutnings­gjöldum upp­gerðum.

„Ekki er ráð­gert í gildandi á­fengis­lög­gjöf að heimild sé til að stunda sam­bæri­leg við­skipti í inn­lendri vef­verslun á sama hátt í ljósi einka­leyfis ÁTVR. Vart verða fundin dæmi í ís­lenskri lög­gjöf þar sem ís­lenskum neyt­endum er ó­heimilt að kaupa vöru af inn­lendri verslun sem heimilt er að versla af er­lendri verslun og fá senda heim að dyrum,“ segir í greinar­gerð.

Af þessu má ráða að þær hömlur, sem nú virðast vera á inn­lendri vef­verslun, þjóna ekki til­gangi sínum þar sem al­menningur getur, þrátt fyrir hömlurnar, flutt inn á­fengi frá er­lendum vef­verslunum að vild til einka­neyslu.

„Virðist því skorta mál­efna­leg rök fyrir þessum tak­mörkunum á at­vinnu­frelsi hér á landi. Þrátt fyrir að gildandi á­fengis­lög­gjöf heimili ekki rekstur inn­lendra á­fengis­vef­verslana hefur nokkur fjöldi slíkra vef­verslana fest sig í sessi á síðast­liðnum árum,“ segir í greinar­gerð.

Sam­kvæmt greinar­gerð frum­varpsins er mark­miðið að marka smá­sölu á­fengis, sem nú þegar fer fram á veraldar­vefnum, laga­legan ramma þar sem kveðið verður á um skil­yrði fyrir leyfis­veitingu og fram­kvæmd sölu á­fengis.

„Þessar inn­lendu á­fengis­verslanir eiga það sam­eigin­legt að vera með lager og starfs­menn á Ís­landi, þó að eig­andi verslananna sé eftir at­vikum er­lendur eða inn­lendur lög­aðili. Bæði er um að ræða lög­aðila sem hafa það að megin­starf­semi að selja á­fengi og mat­vöru­verslanir sem selja á­fengi sam­hliða mat­vöru.“

Með því er ætlunin að bregðast við þeirri stöðu að fjöldi inn­lendra vef­verslana selur á­fengi til ís­lenskra neyt­enda í smá­sölu þrátt fyrir að ekki sé mælt fyrir um slíka starf­semi í á­fengis­lög­gjöf.

Að sama skapi er ætlun frum­varpsins að sömu reglur gildi um af­hendingu á­fengis, hvort sem það er keypt í er­lendri vef­verslun eða inn­lendri.

„Mark­mið frum­varpsins er því ekki síður að jafna stöðu inn­lendra á­fengis­vef­verslana við sam­bæri­legar vef­verslanir er­lendis, sem ís­lenskum neyt­endum er nú þegar heimilt að versla við. Verði ekkert að­hafst mun á­fram ríkja ó­vissa um lög­mæti inn­lendra vef­verslana með á­fengi sem hvorki má telja á­sættan­lega stöðu fyrir hið opin­bera né hinn al­menna borgara.“