Eignarhaldsfélagið VGJ hagnaðist um 841 milljón króna á síðasta ári. Árið áður hagnaðist félagið um 319 milljónir króna.

Fjármunatekjur námu 903 milljónum króna og nærri þrefölduðust frá fyrra ári. Munaði þar mest um 515 milljóna króna hagnað af sölu hlutabréfa. Arður af hlutabréfaeign félagsins nam 45 milljónum króna í fyrra. Eignir félagsins námu 9,7 milljörðum króna um síðustu áramót, skuldir 600 milljónum og eigið fé 9,1 milljarði. Eiginfjárhlutfall var því 94%. Stjórn félagsins leggur til að 100 milljónir króna verði greiddar í arð til hluthafa á þessu ári.

Eignarhaldsfélagið VGJ er á meðal stærstu hluthafa Brims sem eigandi 0,9% hlutafjárs í útgerðarfélaginu. Eiríkur Vignisson,  fyrrverandi framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar ehf., dótturfélags Brims, á 90% hlut í Eignarhaldsfélaginu VGJ og Sigríður Eiríksdóttir eftirstandandi 10%.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.