Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, hefur ákveðið að færa útgáfudag Viðskiptablaðsins og Fiskifrétta til frambúðar frá fimmtudegi yfir á föstudag. Tekur þessi breyting gildi strax, sem þýðir að blaði vikunnar verður dreift til áskrifenda föstudaginn 26. maí.

Áskrifendur munu eftir sem áður geta lesið sérstaka veffréttaútgáfu blaðsins fyrr. Mun hún nú fara í loftið á fimmtudögum kl. 19.30. Hægt er að skoða veffréttaútgáfuna með því smella á hlekkinn Blöðin efst á forsíðu vb.is.