Alveg frá því að Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seti á­kvað að slíta þingi og blása til þing­kosninga hefur verið miklum sölu­þrýstingi á frönskum mörkuðum

Á­vöxtunar­krafa franskra ríkis­skulda­bréfa til tíu ára fór upp í 3,38 og úr­vals­vísi­talan CAC 40 lækkaði um rúm 6%.

Fjár­festar, sér í lagi eig­endur franskra ríkis­skulda­bréfa, er sagðir hafa óttast ríkis­stjórn Marine Le Pen og Þjóð­fylkinginarinnar (RN) en út­gjalda­lof­orð flokksins eru í engu sam­ræmi við slæma stöðu ríkis­sjóðs.

Alveg frá því að Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seti á­kvað að slíta þingi og blása til þing­kosninga hefur verið miklum sölu­þrýstingi á frönskum mörkuðum

Á­vöxtunar­krafa franskra ríkis­skulda­bréfa til tíu ára fór upp í 3,38 og úr­vals­vísi­talan CAC 40 lækkaði um rúm 6%.

Fjár­festar, sér í lagi eig­endur franskra ríkis­skulda­bréfa, er sagðir hafa óttast ríkis­stjórn Marine Le Pen og Þjóð­fylkinginarinnar (RN) en út­gjalda­lof­orð flokksins eru í engu sam­ræmi við slæma stöðu ríkis­sjóðs.

Þjóð­fylkingin fékk um 33% at­kvæða í fyrri um­ferðinni en sam­kvæmt The Wall Street Journal hefur banda­lag mið- og vinstri­flokka um að halda Le Pen átt stóran þátt í að róa markaði.

Úr­vals­vísi­talan CAC 40 rauk upp á mánu­daginn en lækkaði síðan á ný en hún hefur þó hækkað um rúm 2% síðustu daga. Gengi bankanna BNP Pari­bas og Société Généra­le hefur hækkað um 6% á meðan gengi Crédit Agrico­le hefur hækkað um 5%.

Á­vöxtunar­krafa franskra ríkis­skulda­bréfa til tíu ára stendur í 3,2%.

Þjóð­fylkingin mun að öllum líkindum fá flest at­kvæði í seinni um­ferð þing­kosninganna á sunnu­daginn en það er talið afar ó­lík­legt að Le Pen muni ná hreinum meiri­hluta.