Sigla, fjárfestingafélag í eigu Tómasar Kristjánssonar, stjórnarformanns Heima, hagnaðist um 77 milljónir króna í fyrra, samanborið við 757 milljóna tap árið 2022. Hlutdeild í afkomu nam 293 milljónum, samanborið við 91 milljón í fyrra.
Sigla, fjárfestingafélag í eigu Tómasar Kristjánssonar, stjórnarformanns Heima, hagnaðist um 77 milljónir króna í fyrra, samanborið við 757 milljóna tap árið 2022. Hlutdeild í afkomu nam 293 milljónum, samanborið við 91 milljón í fyrra.
Matsbreyting eignarhluta í félögum var neikvæð um 230 milljónir en var neikvæð um 843 milljónir 2022. Eignir námu 7.648 milljónum um áramótin og eigið fé 7.592 milljónum. Stjórn leggur til að 150 milljónir verði greiddar í arð fyrir árið 2023 en félagið greiddi út 180 milljónir í fyrra.