Á undan­förnum mánuðum hefur orðið mælan­legur við­snúningur hjá stærstu skipa­fé­lögum heims þegar kemur að grænni orku sam­kvæmt norska orku­rann­sóknar­fyrir­tækinu Rystad.

Stærstu skipa­fé­lög heims hafa lagt inn tölu­vert mikið af pöntunum á gáma­flutninga­skipum sem sigla á jarð­gasi fremur en skip sem sigla fyrir um­hverfis­vænna elds­neyti eins og metanóli. Mun þetta vera við­snúningur frá þeirri þróun sem sást í árs­byrjun er stærstu skipa­fé­lög heims voru öll að leitast eftir um­hverfis­vænni skipum.

Á undan­förnum mánuðum hefur orðið mælan­legur við­snúningur hjá stærstu skipa­fé­lögum heims þegar kemur að grænni orku sam­kvæmt norska orku­rann­sóknar­fyrir­tækinu Rystad.

Stærstu skipa­fé­lög heims hafa lagt inn tölu­vert mikið af pöntunum á gáma­flutninga­skipum sem sigla á jarð­gasi fremur en skip sem sigla fyrir um­hverfis­vænna elds­neyti eins og metanóli. Mun þetta vera við­snúningur frá þeirri þróun sem sást í árs­byrjun er stærstu skipa­fé­lög heims voru öll að leitast eftir um­hverfis­vænni skipum.

Sam­kvæmt Børsen er þetta meira að segja að eiga sér stað hjá A.P. Møller-Mærsk en danska skipta­fé­lagið hefur verið einn helsti tals­maður græns metanóls sem fram­tíðar­elds­neytis í gáma­flutningum. Mærsk hefur sam­kvæmt Børsen lagt inn pantanir fyrir nokkrum skipum sem eru knúin af jarð­gasi.

Danski við­skipta­miðillinn segir fjöl­margar á­stæður fyrir við­horfs­breytingunni en það bendir þó allt til þess að skipa­iðnaðurinn sé að gera hlé á orku­skiptum í bili þar sem kostnaðurinn er of mikill.

Jarð­efna­elds­neyti er enn mun ó­dýrara en grænt metanól en tölu­verðar á­skoranir hafa verið í skipa­flutningum síðast­liðið ár, meðal annars vegna á­taka í Mið­austur­löndum.

Sam­kvæmt Rystad er þetta megin­á­stæðan fyrir því að allir séu að draga úr pöntunum á skipum sem ganga fyrir grænu metanóli.

„Þau verða ekki efna­hags­lega hag­kvæm fyrr en árið 2035 eða 2040 jafn­vel,“ segir Jo Fri­ed­mann, að­fanga­keðju­greiningar­aðili hjá Rystad.
A.P. Møller-Mærsk tók skipið Antonia Maersk í notkun í sumar sem gengur alfarið fyrir grænu metanóli.
© EPA-EFE (EPA-EFE)

Skipa­iðnaðurinn er á­byrgur fyrir um 3% af losun gróður­húsa­loft­tegunda á heims­vísu en bæði loft­lags­mark­mið og hertar reglur hafa verið að hafa á­hrif á reksturinn.

Í fyrra ýttu slíkar reglur undir pantanir á skipum sem eru knúin af grænu elds­neyti en nú er verið að vinda af þeirri þróun.