Á undanförnum mánuðum hefur orðið mælanlegur viðsnúningur hjá stærstu skipafélögum heims þegar kemur að grænni orku samkvæmt norska orkurannsóknarfyrirtækinu Rystad.
Stærstu skipafélög heims hafa lagt inn töluvert mikið af pöntunum á gámaflutningaskipum sem sigla á jarðgasi fremur en skip sem sigla fyrir umhverfisvænna eldsneyti eins og metanóli. Mun þetta vera viðsnúningur frá þeirri þróun sem sást í ársbyrjun er stærstu skipafélög heims voru öll að leitast eftir umhverfisvænni skipum.
Á undanförnum mánuðum hefur orðið mælanlegur viðsnúningur hjá stærstu skipafélögum heims þegar kemur að grænni orku samkvæmt norska orkurannsóknarfyrirtækinu Rystad.
Stærstu skipafélög heims hafa lagt inn töluvert mikið af pöntunum á gámaflutningaskipum sem sigla á jarðgasi fremur en skip sem sigla fyrir umhverfisvænna eldsneyti eins og metanóli. Mun þetta vera viðsnúningur frá þeirri þróun sem sást í ársbyrjun er stærstu skipafélög heims voru öll að leitast eftir umhverfisvænni skipum.
Samkvæmt Børsen er þetta meira að segja að eiga sér stað hjá A.P. Møller-Mærsk en danska skiptafélagið hefur verið einn helsti talsmaður græns metanóls sem framtíðareldsneytis í gámaflutningum. Mærsk hefur samkvæmt Børsen lagt inn pantanir fyrir nokkrum skipum sem eru knúin af jarðgasi.
Danski viðskiptamiðillinn segir fjölmargar ástæður fyrir viðhorfsbreytingunni en það bendir þó allt til þess að skipaiðnaðurinn sé að gera hlé á orkuskiptum í bili þar sem kostnaðurinn er of mikill.
Jarðefnaeldsneyti er enn mun ódýrara en grænt metanól en töluverðar áskoranir hafa verið í skipaflutningum síðastliðið ár, meðal annars vegna átaka í Miðausturlöndum.
Samkvæmt Rystad er þetta meginástæðan fyrir því að allir séu að draga úr pöntunum á skipum sem ganga fyrir grænu metanóli.
„Þau verða ekki efnahagslega hagkvæm fyrr en árið 2035 eða 2040 jafnvel,“ segir Jo Friedmann, aðfangakeðjugreiningaraðili hjá Rystad.
Skipaiðnaðurinn er ábyrgur fyrir um 3% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu en bæði loftlagsmarkmið og hertar reglur hafa verið að hafa áhrif á reksturinn.
Í fyrra ýttu slíkar reglur undir pantanir á skipum sem eru knúin af grænu eldsneyti en nú er verið að vinda af þeirri þróun.