Stjórnmálamenn hafa enn ekki komið sér saman um framtíð innanlandsflugsins í Vatnsmýrinni. Ólíkar skoðanir eru innan nýs meirihluta í borginni um flugvöllinn. Meirihlutinn hefur enn ekki upplýst hvernig málið verður leyst. Á meðan er viðhald flugstöðvarbyggingarinnar í lágmarki. Sömuleiðis er skortur á flugskýlum.

Á meðan ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til staðsetningar innanlandsflugvallar í Reykjavík, liggur viðhald á aðstöðu á vellinum í láginni. Þetta kemur fram í samtölum Viðskiptablaðsins við þá sem gerst þekkja til á svæðinu. Þess má þó geta að flugbrautirnar voru teknar í gegn á árinu 1999 og er þeim, að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, mjög vel haldið við. Ekki er hægt að segja sömu sögu um flugstöðina. Húsnæðið, um tólf hundruð fermetrar, er að uppstöðunni til frá seinni heimsstyrjöldinni. Viðhald þar og viðbætur hefur verið í lágmarki og fjármagn til þess af skornum skammti. Þá vantar pláss fyrir vélar á vellinum, að sögn Ævars Rafns Björnssonar, framkvæmdastjóra Flugþjónustunnar. "Það vantar um tíu til fimmtán þúsund fermetra af flugskýlaplássi svo það verði pláss fyrir alla," segir hann í samtali við Viðskiptablaðið.

Sjá úttekt Örnu Schram á miðopnu Viðskiptablaðsins.

Stjórnmálamenn hafa enn ekki komið sér saman um framtíð innanlandsflugsins í Vatnsmýrinni. Ólíkar skoðanir eru innan nýs meirihluta í borginni um flugvöllinn. Meirihlutinn hefur enn ekki upplýst hvernig málið verður leyst. Á meðan er viðhald flugstöðvarbyggingarinnar í lágmarki. Sömuleiðis er skortur á flugskýlum.

Á meðan ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til staðsetningar innanlandsflugvallar í Reykjavík, liggur viðhald á aðstöðu á vellinum í láginni. Þetta kemur fram í samtölum Viðskiptablaðsins við þá sem gerst þekkja til á svæðinu. Þess má þó geta að flugbrautirnar voru teknar í gegn á árinu 1999 og er þeim, að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, mjög vel haldið við. Ekki er hægt að segja sömu sögu um flugstöðina. Húsnæðið, um tólf hundruð fermetrar, er að uppstöðunni til frá seinni heimsstyrjöldinni. Viðhald þar og viðbætur hefur verið í lágmarki og fjármagn til þess af skornum skammti. Þá vantar pláss fyrir vélar á vellinum, að sögn Ævars Rafns Björnssonar, framkvæmdastjóra Flugþjónustunnar. "Það vantar um tíu til fimmtán þúsund fermetra af flugskýlaplássi svo það verði pláss fyrir alla," segir hann í samtali við Viðskiptablaðið.

Sjá úttekt Örnu Schram á miðopnu Viðskiptablaðsins.