Haraldur Þorleifsson, sem starfar hjá Twitter í Bandaríkjunum, vonaðist til að verða skattakonungur á Íslandi í ár vegna tekjuársins í fyrra.
„En ég var númer tvö og með stolti þakka ég fyrir að geta gefið aftur til samfélagsins sem veitti fötluðu barni af verkamannastétt menntun og heilbrigðisþjónustuhttps://www.vb.is/frjals-verslun/launahaesti-islendingurinn/“ segir Haraldur í færslu á Twitter.
Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Haraldur með 102 milljónir króna að meðaltali í tekjur á mánuði. Haraldur hefur sagt að hann hafi fengið megnið af söluhagnaði af hönnunarfyrirtæki hans Ueno til Twitter greidd sem laun.
Every year tax records in Iceland are made public.
— Halli (@iamharaldur) August 18, 2022
I was hoping I’d be the person that paid the highest amount in taxes last year.
But I was number 2 and I proudly accept that honor to pay back to the society that gave a working class disabled kid free education and healthcare.
Launahæsti Íslendingurinn, sem er með skattalegt heimilisfesti á Íslandi, var hins vegar Magnús Steinarr Norðdahl, eins og fjallað var um í gærkvöldi á vb.is. Magnús lét af störfum sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail í október á síðast ári eftir að félagið var selt Aptos, félags í eigu Goldman Sachs