Har­ald­ur Þor­leifs­son, sem starfar hjá Twitter í Bandaríkjunum, vonaðist til að verða skattakonungur á Íslandi í ár vegna tekjuársins í fyrra.

„En ég var núm­er tvö og með stolti þakka ég fyr­ir að geta gefið aft­ur til sam­fé­lags­ins sem veitti fötluðu barni af verka­manna­stétt mennt­un og heil­brigðisþjón­ustuhttps://www.vb.is/frjals-verslun/launahaesti-islendingurinn/“ segir Har­ald­ur í færslu á Twitter.

Samkvæmt Tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar var Har­ald­ur með 102 millj­ón­ir króna að meðaltali í tekj­ur á mánuði. Haraldur hefur sagt að hann hafi fengið megnið af söluhagnaði af hönn­un­ar­fyr­ir­tæki hans Ueno til Twitter greidd sem laun.

Launahæsti Íslendingurinn, sem er með skattalegt heimilisfesti á Íslandi, var hins vegar Magnús Steinarr Norðdahl, eins og fjallað var um í gærkvöldi á vb.is. Magnús lét af störfum sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail í október á síðast ári eftir að félagið var selt Aptos, félags í eigu Goldman Sachs