Mikil spenna er á íbúðamarkaði í Tyrklandi líkt og annar staðar í hagkerfinu, en ársverðbólga í landinu mældist 95% í janúar.

Nú vill almenningur í Tyrklandi að lagt verði bann á kaup útlendinga á íbúðarhúsnæði í von um að markaðurinn róist, en 4,5% íbúðarkaupa á síðasta ári voru á vegum útlendinga.

Metropoll lagði fram könnun fyrir tyrkneska ríkisborgara þar sem um 80% aðspurðra vildu banna íbúðarkaup útlendinga. Stór hluti útlendinga, sem keypti húsnæði í Tyrklandi í fyrra, kemur frá Rússlandi. Þar á eftir kemur fólk frá Íran og Írak.