Ábyrgð Reykjavíkurborgar er - ég vissi að hún var mikil - en hún er miklu meiri heldur en ég hafði áttað mig á þangað til fyrir nokkrum dögum,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um lítið framboð lóða í nýjasta hlaðvarpsþætti Þjóðmála.
Þar ræddi hann stuttlega um vandamál á húsnæðismarkaðnum sem hann rakti fyrst og fremst til skorts á lóðum.
Ábyrgð Reykjavíkurborgar er - ég vissi að hún var mikil - en hún er miklu meiri heldur en ég hafði áttað mig á þangað til fyrir nokkrum dögum,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um lítið framboð lóða í nýjasta hlaðvarpsþætti Þjóðmála.
Þar ræddi hann stuttlega um vandamál á húsnæðismarkaðnum sem hann rakti fyrst og fremst til skorts á lóðum.
Óli Björn sagðist ekki hafa áttað sig á því fyrr en Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, benti sér á að í gildi er samningur milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um svæðisskipulag þar sem vaxtarmörk eru ákveðin.
Í gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, sem var samþykkt í júní 2015, segir að vaxtarmörk marki skýr skil milli þéttbýlis og dreifbýlis. Nýrri byggð verði fyrst og fremst beint á miðkjarna og samgöngumiðuð þróunarsvæði.
Borgin undir forystu Samfylkingarinnar segir nei
Óli Björn sagði að ofangreint samkomulag hafi verið ætlað að koma í veg fyrir að höfuðborgarsvæðið myndi þenjast út stjórnlaust.
„Það getur verið að það hafi verið skynsamleg rök fyrir þessu á þeim tíma, ég kann ekki þá sögu. En þetta þýðir hins vegar að þessum vaxtamörkum er ekki hægt að breyta nema að öll sveitarfélögin samþykki.
Nú veit ég að sveitarfélögin í kringum Reykjavík hafa óskað eftir því að þessi vaxtarmörk verði stækkuð sem gefur þeim aukinn möguleika á að bjóða fram lóðir á góðu byggingarsvæði. En Reykjavíkurborg undir forystu Samfylkingarinnar segir nei.“
Óli Björn veltir fyrir sér hvað skýri afstöðu borgarmeirihlutans í ljósi þess að skortur á lóðum hafi reynst drifkraftur verðbólgu að undanförnu.
Hann telur að borgarstjórn hafi einkum áhuga á innri vexti og þéttingu sem geti verið góð gild á sumum svæðum en sé þó dýrasta aðferðin.
„Ef Reykjavíkurborg er að koma í veg fyrir það í krafti stærðar sinnar og þessa samkomulags sem er í gildi - af því að lögum samkvæmt þarf að vera skipulag fyrir höfuðborgarsvæðið - að Kópavogur, Garðabær eða Hafnarfjörður geti ráðist í að brjóta ný byggingarlönd til að mæta eftirspurn þá segi ég, bíddu er ekki í lagi að menn fari að ræða það og spyrja spurninga til fyrrverandi borgarstjóra og núverandi.“
Óli Björn ræddi um lóðaskort og ofangreint samkomulag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 31:25-35:03 í nýjasta hlaðvarpsþætti Þjóðmála.