Skoska lestarfyrirtækið ScotRail hefur neyðst til að aflýsa tugum ferða vegna starfsmannaskorts sem stóð yfir um helgina. Fyrirtækið hefur varað farþega við að fylgjast með ferðum næstu daga.

Rúmlega fjórðungi allra ferða á sunnudaginn var aflýst sem varð til þess að sumar ferðir fóru ekki eins oft eða þurfti að klára fyrr en vanalega.

Skoska lestarfyrirtækið ScotRail hefur neyðst til að aflýsa tugum ferða vegna starfsmannaskorts sem stóð yfir um helgina. Fyrirtækið hefur varað farþega við að fylgjast með ferðum næstu daga.

Rúmlega fjórðungi allra ferða á sunnudaginn var aflýst sem varð til þess að sumar ferðir fóru ekki eins oft eða þurfti að klára fyrr en vanalega.

Ferðir milli Edinborgar og Helensburgh, Glasgow Central og Largs og Aberdeen og Edinborgar voru meðal þeirra sem urðu fyrir áhrifum í gær.

Málið á sér rætur að rekja til launadeilna milli lestarstjóra innan verkalýðsfélagsins Aslef og ScotRail. Aslef tilkynnti lestarfyrirtækinu í gær að það væri að íhuga atkvæðagreiðslu en í millitíðinni hafa lestarstjórar neitað að vinna yfirvinnu.

„Skoska ríkisstjórnin er eini hluthafinn í ScotRail og hefur algjörlega mistekist að bregðast við skortinum á lestarstjórnum. Þessi kreppa var algjörlega búin til af þeim,“ segir Kevin Lindsay, leiðtogi Aslef.