Kanadíska flugfélagið Virgin Atlantic hefur landað 1,2 milljarða punda samningi, andvirði 218 milljörðum króna, við hagaðila.

Samningurinn mun koma til með að tryggja félaginu rekstur næstu 18 mánuðina og bjarga um 6.500 störfum. Félagið hefði annars orðið uppiskroppa með fé í næsta mánuði. Umfjöllun á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Sjá einnig: Virgin Atlantic gjaldþrota

400 milljónir punda, andvirði 73 milljarða króna, verður í formi nýs fjármagns, helmingur þess kemur frá helsta fjárfesti félagsins og stofnanda, Richard Branson. Þrátt fyrir samninginn mun félagið fækka starfsmönnum um 3.500.

Samningurinn nær til hluthafa, banka, leigusala flugvélanna og kröfuhafa. Talið er að með samningnum munu almennir kröfuhafar tapa fá greitt um 20% minna en áður stóð til.