Bandarísk stjórnvöld hafa höfðað mál gegn Visa þar sem fjármálafyrirtækið er sakað um að hefta samkeppni með ólöglegum hætti til að viðhalda einokun á debetkortamarkaði. Visa er meðal annars sakað um að refsa fyrirtækjum sem vildu nota önnur greiðslunet.
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að aðgerðirnar hefðu hamlað nýsköpun og leitt til hækkunar viðbótargjalda fyrir bandaríska neytendur og fyrirtæki.
Bandarísk stjórnvöld hafa höfðað mál gegn Visa þar sem fjármálafyrirtækið er sakað um að hefta samkeppni með ólöglegum hætti til að viðhalda einokun á debetkortamarkaði. Visa er meðal annars sakað um að refsa fyrirtækjum sem vildu nota önnur greiðslunet.
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að aðgerðirnar hefðu hamlað nýsköpun og leitt til hækkunar viðbótargjalda fyrir bandaríska neytendur og fyrirtæki.
Fjármálarisinn vísar hins vegar ákærunum á bug og segist ætla að verja sig fyrir dómi. Julie Rottenberg, aðallögfræðingur Visa, segir að fyrirtæki og neytendur hefðu valið Visa þar sem það væri öruggt og áreiðanlegt fyrirtæki.
Samkvæmt dómsskjölum þá sér Visa um meira en 60% af öllum debetkortafærslum í Bandaríkjunum, sem færir fyrirtækinu rúmlega sjö milljarða dala í gjöld á hverju ári. Eftir 2022 voru debetkortaviðskipti Visa orðin arðbærri en kreditkortasvið fyrirtækisins.
Merrick Garland dómsmálaráðherra sagði að yfirráð Visa hefðu gert fyrirtækinu kleift að rukka mun hærri gjöld en það hefði annars vegar gert á samkeppnishæfari markaði.