Afþreyingarrisinn Walt Disney hefur fest kaup á þremur skemmtiferðaskipum sem munu bera nöfnin Treasure, Adventure og Destiny. Umrædd skip bætast í skemmtiferðaskipaflota félagsins á næstu 18 mánuðum en í dag á og rekur Disney fimm skemmtiferðaskip.

Afþreyingarrisinn Walt Disney hefur fest kaup á þremur skemmtiferðaskipum sem munu bera nöfnin Treasure, Adventure og Destiny. Umrædd skip bætast í skemmtiferðaskipaflota félagsins á næstu 18 mánuðum en í dag á og rekur Disney fimm skemmtiferðaskip.

Af nýju skipunum er Adventure það stærsta en það rúmar um sjö þúsund farþega en eftir að skipin verða komin í rekstur mun skipafloti félagsins rúma ríflega tvöfalt fleiri farþega en áður.

Hægst hefur verulega á tekjuvexti Disney undanfarin misseri, sérstaklega hjá þeirri einingu sem sér um rekstur skemmtigarða félagsins sem fór með himinskautum í eftir heimsfaraldurinn. Þar af leiðandi eru bundnar vonir við að aukin umsvif í skemmtiferðaskiparekstri geti vegið upp á móti hægagangi í skemmtigarðarekstrinum.