Arnaldur Jón Gunnars­son, lög­maður hjá Kaup­þingi, var launa­hæstur lög­manna í fyrra en hefur nú verið launa­hæsti lög­maður landsins þrivsvar sinnum á síðustu fjórum árum. Arnaldur var með 9,3 milljónir í laun á mánuði á árinu 2023. Slitum á Kaup­þingi lauk um mitt árið í fyrra.

Jóhannes Rúnar Jóhanns­son héraðs­dómari, sem starfaði um ára­bil í bæði skila­nefnd og slita­stjórn Kaup­þings, var launa­hæsti lög­fræðingurinn árið 2022 og velti Arnaldi úr sessi eftir nokkur ár á toppnum.

Arnaldur Jón Gunnars­son, lög­maður hjá Kaup­þingi, var launa­hæstur lög­manna í fyrra en hefur nú verið launa­hæsti lög­maður landsins þrivsvar sinnum á síðustu fjórum árum. Arnaldur var með 9,3 milljónir í laun á mánuði á árinu 2023. Slitum á Kaup­þingi lauk um mitt árið í fyrra.

Jóhannes Rúnar Jóhanns­son héraðs­dómari, sem starfaði um ára­bil í bæði skila­nefnd og slita­stjórn Kaup­þings, var launa­hæsti lög­fræðingurinn árið 2022 og velti Arnaldi úr sessi eftir nokkur ár á toppnum.

Kollegi Arnalds hjá Kaup­þingi, Þröstur Rík­harðs­son, var næst launa­hæstur í fyrra en hann var með 8 milljónir króna á mánuði í laun.

Þor­geir Ör­lygs­son, fyrr­verandi hæsta­réttar­dómari, var þriðji launa­hæsti lög­maður landsins en hann var með næstum tvö­falt lægri mánaðar­laun en Arnaldur.

Alls voru um 80 lög­menn og lög­fræðingar í Tekju­blaðinu með yfir 2 milljónir í mánaðar­laun.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki er blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.

Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.