Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, ber höfuð og herðar yfir annað fjölmiðlafólk á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar þetta árið, en miðað við greitt útsvar þénaði hann að jafnaði um 5,9 milljónir króna á mánuði á síðasta ári.
Á eftir honum er Björn Ingi Hrafnsson, jafnan nefndur Björn Ingi á Viljanum, með um 5,1 milljón króna á mánuði að jafnaði. Þórhallur Gunnarsson, sem nýverið lét af störfum sem framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, situr í þriðja sæti listans en hann þénaði 2,3 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Í fjórða sæti listans er Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs, með um 3,4 milljónir. Fimmti á lista er Jón Ársæll Þórðarson, dagskrárgerðarmaður, að jafnaði með um 2,3 milljónir króna á mánuði og Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV, er sá sjötti með um 1,9 milljónir.
Tekjur tíu hæstu á mánuði:
- Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins - 5,9 milljónir kr.
- Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri á Viljanum - 5,1 milljón kr.
- Þórhallur Gunnarsson, fv. frkvstj. miðla á Sýn - 3,7 milljónir kr.
- Haraldur Johannessen, frkvstj. Árvakurs - 3,4 milljónir kr.
- Jón Ársæll Þórðarson, dagskrárgerðarm. - 2,3 milljónir kr.
- Bogi Ágústsson, fréttam. RÚV - 1,9 milljónir kr.
- Auðunn Blöndal, skemmtikraftur - 1,9 milljónir
- Guðmundur Benediktsson - íþróttafréttamaður 1,9 milljónir kr.
- Pálmi Guðmundsson, fv. dagskrárstj. Sjónv. Símans - 1,8 milljónir kr.
- Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, uppl.fulltr. Ísl. erfðagr. - 1,6 milljónir kr.
Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.
Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og öðrum aukastörfum og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021, sem greiddur var árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Hafa verður í huga að inni í tekjunum getur líka verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignarsparnaði hjá lífeyrissjóði.