Á meðal tíu efstu forstjóra í einkageiranum er einungis ein kona, en það er Hrund Rudolfsdóttir, fyrrverandi forstjóri Veritas Capital, sem er í 9. sæti listans með 10,2 milljónir í mánaðarlaun í fyrra að meðaltali.
Á meðal tíu efstu forstjóra í einkageiranum er einungis ein kona, en það er Hrund Rudolfsdóttir, fyrrverandi forstjóri Veritas Capital, sem er í 9. sæti listans með 10,2 milljónir í mánaðarlaun í fyrra að meðaltali.
Á meðal 50 tekjuhæstu forstjóranna eru aðeins sjö konur. Auk Hrundar er Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi í 14. sæti með 9 milljónir að meðaltali í mánaðarlaun. Guðbjörg Heiða Guðmundsóttir, forstjóri Varðar, er í 23. sæti með 6,8 milljónir á mánuði.
Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, er í 36. sæti listans með 5,7 milljónir og Erna Gísladóttir, forstjóri BL, er í 41. sæti með 5,5 milljónir á mánuði. Þar kemur Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi forstjóri Heimkaupa og núverandi forstjóri Príss, með 5,5 milljónir en hún er í 43. sæti. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, forstjóri Atlantsolíu, er svo í 47. sæti forstjóralistans með 5,3 milljónir á mánuði að meðaltali.
Hægt er að kaupa Tekjublaðið í forsölu hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.