Niels Peter Louis-Hansen er þriðji ríkasti Daninn og sá sextándi ríkasti í Skandinavíu.
Auður hans er metinn á 6,6 milljarða dollara eða um 900 milljarða króna, sem þýðir að hann situr í 377. sæti á Forbes-listanum yfir ríkasta fólk heims.
Faðir hans, Aage Louis-Hansen stofnaði lækningafyrirtækið Coloplast árið 1957 en þegar hann lést árið 1966 tók Niels Peter sæti í stjórn fyrirtækisins. Hann er stærsti hluthafinn í dag með um 20% hlut en félagið er mjög stórt á sínu sviði og veltir um 400 milljörðum króna á ári.
Niels Peter er einnig einn af stærstu hluthöfum danska lækningafyrirtækisins Ambu, en hann um 16% í því félagi.
Niels Peter Louis-Hansen
- 900 milljarðar króna
- 75 ára
- Einn eigenda Coloplast
- 3. ríkasti í Danmörku
Fjallað er um Louis-Hansen í tímariti Frjálsrar verslunar en þar er m.a. einnig fjallað um ríkustu Íslendingana.
