Eva Ruza Miljevic, skemmtikraftur og blaðamaður á K100, var launahæsti áhrifavaldurinn á árinu 2022. Meðallaunatekjur hennar á mánuði voru 1.656 þúsund krónur.
Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom í allar helstu verslanir landsins í dag en blaðinu verður dreift til áskrifenda á morgun.
Á eftir Evu kemur Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur undir nafninu Gummi Kíró, með 1,4 milljónir og fast á hæla honum er Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class með 1,3 milljónir.
Indíana Nanna Jóhannsdóttir, eigandi GoMove Iceland er með rúmlega milljón króna í fjórða sætinu. Þá er Ingileif Friðriksdóttir, áhrifavaldur og aktívisti, í fimmta sætinu með um 950 þúsund krónur.
Launahæstu áhrifavaldarnir:
1 Eva Ruza Miljevic, skemmtikraftur og blaðamaður á K100 - 1,7 milljónir króna
2 Guðmundur Birkir Pálmason, kírópraktor - 1,4 milljónir króna
3 Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class - 1,3 milljónir króna
4 Indíana Nanna Jóhannsdóttir, eigandi GoMove Iceland - 1 milljón króna
5 Ingileif Friðriksdóttir, áhrifavaldur og aktívisit - 946 þúsund krónur
6 Brynjólfur Löve Mogensen, áhrifavaldur - 799 þúsund krónur
7 Hjálmar Örn Jóhannsson, grínisti - 719 þúsund krónur
8 Ólöf Tara Harðardóttir, stjórnarkona Öfga - 717 þúsund krónur
9 Ágúst Beinteinn Árnason, Gústi B - 668 þúsund krónur
10 Rannveig Hildur Guðmundsdóttir, áhrifavaldur - 635 þúsund krónur
Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 4.495 kr. á mánuði