Hannes Steindórsson, fasteignasali hjá Lind, er launahæstur á lista yfir fasteignasala. Launatekjur hans á síðasta ári námu um 1,9 milljónum króna á mánuði. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.
Fjárfestingarfélagið IREF keypti 40% hlut Hannesar í fasteignasölunni í júní síðastliðnum. Hannes greindi frá því í samtali við Viðskiptablaðið að hann myndi áfram starfa hjá Lind.
Í öðru sæti yfir launahæstu fasteignasalanna er Helgi Jón Harðarsson, sölustjóri Hraunhamars, en hann var einnig með um 1,9 milljónir í laun á mánuði á síðasta ári. Í þriðja sæti er svo Einar Páll Kjærnested, fasteignasali hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar, með 1,7 milljónir króna á mánuði.
Allir voru þeir á listanum yfir tíu launahæstu fasteignasalanna árið 2021 en þrír nýir koma inn á listann í ár; Þórey Ólafsdóttir, Eiríkur Svanur Sigfússon og Freyja Margrét Sigurðardóttir.
Tíu tekjuhæstu fasteignasalarnir:
- Hannes Steindórsson, fasteignasali, Lind - 1.9 milljónir
- Helgi Jón Harðarson, sölustjóri Hraunhamars - 1.9 milljónir
- Einar Páll Kjærnested, fasteignasali, Fasteignas. Mosfellsb. - 1.7 milljónir
- Daði Hafþórsson, fasteignasali, Eignamiðlun - 1.6 milljónir
- Þórarinn Arnar Sævarsson, fasteignasali, RE/MAX - 1.5 milljónir
- Arnar Birgisson, framkvæmdastjóri, Eignaver - 1.4 milljónir
- Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali, Landmark - 1.4 milljónir
- Jason Guðmundsson, fasteignasali, Miklaborg - 1.4 milljónir
- Eiríkur Svanur Sigfússon, fasteignasali, Ás - 1.4 milljónir
- Freyja Margrét Sigurðardóttir, fasteignasali, Hraunhamar - 1.3 milljónir
Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 4.495 kr. á mánuði