Haraldur Ingi Þor­leifs­son, stofnandi Ueno og fyrr­verandi yfir­maður hjá Twitter, var tekju­hæsti Ís­lendingurinn annað árið í röð.

Samkvæmt útvarsskyldum tekjum Haraldar var hann með yfir 108 milljónir króna á mánuði árið 2023. Sá sem var með næsthæstu tekjurnar var með um 75 milljónir króna á mánuði.

Haraldur Ingi Þor­leifs­son, stofnandi Ueno og fyrr­verandi yfir­maður hjá Twitter, var tekju­hæsti Ís­lendingurinn annað árið í röð.

Samkvæmt útvarsskyldum tekjum Haraldar var hann með yfir 108 milljónir króna á mánuði árið 2023. Sá sem var með næsthæstu tekjurnar var með um 75 milljónir króna á mánuði.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í Tekju­blaði Frjálsrar verslunar sem verður til sölu í öllum helstu verslunum landsins upp úr hádegi á morgun. Í blaðinu verður greint frá tekjum um 4.000 Ís­lendinga á árinu 2023, allt frá for­stjórum til á­hrifa­valda á sam­fé­lags­miðlum.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið í forsölu hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.

Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.