Jón Sigurðsson, forstjóri og stjórnarformaður Stoða er launahæstur í flokki starfsmanna fjármálafyrirtækja. Launatekjur hans námu tæplega 5,9 milljónum króna á mánuði á síðasta ári.

Í öðru sæti á listanum er Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.  Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur í verslanir í dag, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.

Samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar eru 115 manns í fjármálageiranum með hærri tekjur en 2 milljónir króna á mánuði.

Hér eru þeir tíu tekjuhæstu:

  1. Jón Sigurðsson, forstj. og stjform. Stoða 5,9 milljónir
  2. Benedikt Gíslason, bankastj. Arion banka 4,7 milljónir
  3. Ari Skúlason, sérfr. hagfræðid. hjá Landsb. 4,6 milljónir
  4. Ingibjörg Arnarsdóttir, frkvstj fjármála- og mannauðs hjá Isavia 4,5 milljónir
  5. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, fv. aðstoðarbankastjóri Arion 4,4 milljónir
  6. Birna Einarsdóttir, bankastj. Íslb. 4,4 milljónir
  7. Marinó Örn Tryggvason, bankastjóri Kviku 4,2 milljónir
  8. Páll Harðarson, fjármálastjóri hjá Nasdaq European Markets 4,2 milljónir
  9. Hannes Frímann Hrólfsson, framkvstj. eignast. Kviku 3,8 milljónir
  10. Baldur Stefánsson, frkvstj. fyrirtækjaráðg. Kviku 3,8 milljónir

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði