María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs á Hrafnistu, er efst á lista yfir launahæstu hjúkrunarfræðinga árið 2022, en tekjur hennar á síðasta ári námu um 2,5 milljónum króna á mánuði.

Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur rúmlega 4.000 Íslendinga.

Í öðru sæti er Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri blóð- og krabbameinslækningadeildar Landspítalans, en hún var að jafnaði með 2,3 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2022. Þóra Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Vogi, er í þriðja sæti með 2,2 milljónir.

Tíu launahæstu hjúkrunarfræðingarnir:

  1. María Fjóla Harðardóttir, frkvstj. heilbrigðissv. Hrafnistu - 2,5 milljónir króna
  2. Ragna Gústafsdóttir, deildarstj. blóð- og krabbameinslækningadeildar Lsh - 2,3 milljónir króna
  3. Þóra Björnsdóttir, hjúkrunarforstj. Vogi - 2,2 milljónir króna
  4. Bylgja Kærnested, deildarstj. hjartadeildar Lsh - 2,1 milljónir króna
  5. Ingibjörg Hauksdóttir, deildarstj. bæklunarskurðdeildar Lsh - 2,1 milljónir króna
  6. Guðlaug R. Guðjónsdóttir, fv. frkvstj. meðferðarsv. Lsh - 2 milljónir króna
  7. Ólafur Guðbjörn Skúlason, frkvstj. skrifst. hjúkr. Lsh - 2 milljónir króna
  8. Hulda Sigríður Ringsted, frkvstj. hjúkrunar - 1,9 milljónir króna
  9. Gyða Baldursdóttir, hjúkrunarfr. - 1,8 milljónir króna
  10. Guðrún Árný Guðmundsdóttir, deildarstj. lungnadeildar Lsh - 1,7 milljónir króna

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði