30 launahæstu starfsmenn fjármálafyrirtækja voru allir með yfir 3 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra, og efstu 10 allir um eða yfir 4 milljónum.
Þótt síðarnefndi hópurinn telji þrjá bankastjóra og einn aðstoðarbankastjóra er það Jóhann Guðlaugur Jóhannsson, meðeigandi Aztiq, sem trónir á toppnum með rétt tæpar 10 milljónir króna á mánuði að meðaltali í fyrra.
Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur í allar helstu verslanir landsins í dag en blaðinu verður dreift til áskrifenda á morgun.
Á eftir Jóhanni kemur Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka með 5,5 milljónir og fast á hæla honum er Stefán Pétursson stjórnarmaður í Íslandsbanka með 5,3.
Iða Brá Benediktsdóttir aðstoðarbankastjóri Arion slagar svo einnig hátt í 5 milljónir í 5. Sætinu, nokkru hærra en bankastjórar Kviku og Landsbankans í þeim 8. og 9. með rétt um 4 milljónir á mánuði.
Launahæsta starfsfólk fjármálafyrirtækja:
1 Jóhann Guðlaugur Jóhannsson, meðeig. Aztiq – 9,7 milljónir króna
2 Benedikt Gíslason, bankastj. Arion banka – 5,5 milljónir króna
3 Stefán Pétursson, stjórnarmaður í Íslandsbanka – 5,3 milljónir króna
4 Sigurður Atli Jónsson, stj.form. ILTA Investm. – 4,8 milljónir króna
5 Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion – 4,8 milljónir króna
6 Páll Harðarson, fjármálastj. hjá Nasdaq Europ. Markets – 4,3 milljónir króna
7 Atli Rafn Björnsson, fv. forstm. fyrirtækjaráðgj. ÍSB – 4,3 milljónir króna
8 Marinó Örn Tryggvason, bankastjóri Kviku – 4,1 milljónir króna
9 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans – 4,0 milljónir króna
10 Riaan Dreyer, frkvstj. upplýsingatæknisv. Íslandsbanka – 3,9 milljónir króna
Hægt er að kaupa Tekjublaðið í forsölu hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 4.495 kr. á mánuði