Óskar Magnús­son, fjár­festir og rit­höfundur, er launa­hæsti rit­höfundur landsins sam­kvæmt Tekju­blaðinu en Óskar var með 5,5 milljónir króna í mánaðar­laun í fyrra.

Óskar var þannig með meira en þre­falt meiri tekjur en næsti rit­höfundur á listanum sem er Ragnar Jónas­son, rit­höfundur og lög­fræðingur.

Ragnar var með 1,7 milljón krónur í mánaðar­laun í fyrra en Ragnar gaf meðal annars út bókina Reykja­vík- glæpa­saga á­samt Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra á árinu.

Jón Kalmann Stefáns­son, sem gaf út bókina Guli kaf­báturinn í fyrra, var með 1,375 milljón krónur í mánaðar­laun.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri RÚV og rithöfundur, er tekjuhæst meðal kvenna með 1,065 milljón krónur í mánaðarlaun.

Yrsa Sigurðar­dóttir, Arnaldur Indriða­son, Andri Snær Magna­son og Auður Jóns­dóttir ná ekki inn að lista yfir tíu tekju­hæstu rit­höfunda landsins.

Það er þó hægt að finna þau öll á lista yfir þrjá­tíu tekju­hæstu rit­höfunda landsins, sem á­skrif­endur geta nálgast í hlekknum hér að neðan.

At­hygli vekur að Hall­grímur Helga­son nær ekki inn á listann yfir 30 tekju­hæstu rit­höfunda landsins en hann var með 263 þúsund krónur í mánaðar­laun í fyrra.

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Tekjuhæstu rithöfundar landsins í fyrra

  1. Óskar Magnússon, rithöfundur og fjárfestir 5,549 milljón kr.
  2. Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfr. 1,736 milljón kr.
  3. Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur 1,375 milljón kr.
  4. Jóhann Þórsson, rithöfundur og markaðsstj. Sjóvá 1,323 milljón kr.
  5. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur 1,197 milljón kr.
  6. Jón Karl Helgason, rithöfundur – 1,181 milljón kr.
  7. Huldar Breiðfjörð, rithöfundur og textagerðarm. - 1,094 milljón kr.
  8. Guðmundur Magnússon, rithöfundur 1,076 milljón kr.
  9. Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri RÚV og rithöfundur 1,065 milljón kr.
  10. Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og sjónvarpsmaður 962 þúsund kr.

Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og öðrum aukastörfum og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021, sem greiddur var árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Hafa verður í huga að inni í tekjunum getur líka verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignarsparnaði hjá lífeyrissjóði.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði