Hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir hafa verið fyrirferðarmikil í kaupum á íslenskum heildsölum á síðustu árum og áratugum. Upphaf þess má rekja til ársins 2003 þegar þau keyptu Johan Rönning. Þau eru meðal ríkustu Íslendinganna samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar.

Í dag starfar Johan Rönning undir Fagkaups-samstæðunni sem er í eigu þeirra hjóna og er stærsta heildsala á Íslandi þegar litið er til veltu.

Bogi og Linda reka einnig fjárfestingarfélagið Bóksal sem hefur verið áberandi á hluthafalistum stærstu félaga aðalmarkaðar á undanförnum árum.

Félagið hefur verið meðal stærstu hluthafa Icelandair, Arion banka og Kviku banka, og var stærsti einkaaðilinn sem tók þátt í útboði Bankasýslunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.

Fjallað er um ríkustu Íslendingana í nýju tölublaði Frjálsrar verslunar.