Hreggviður Jónsson á um 87,5% hlut í fjárfestingafélaginu Stormtré á móti 12,5% hlut bróður síns, Jóhanns Arngríms Jónssonar. Hreggviður er meðal ríkustu Íslendinganna samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar.
Stærsta eign Stormtrés er 90% eignarhlutur í Guðrúnarborg, móðurfélagi Veritas Capital samstæðunnar. Veritas samstæðan inniheldur fyrirtækin Vistor, Distica, Artasan, Medor og Stoð.
Hreggviður hefur verið umsvifamikill á þessu sviði síðan hann keypti Pharmaco á Íslandi í gegnum Veritas árið 2002. Á síðasta ári var greint frá því, að eftir að hafa átt félagið í tvo áratugi, hefði Hreggviður ákveðið að setja Veritas í söluferli.
Hreggviður á auk þess stóran hlut í nokkrum skráðum félögum í íslensku kauphöllinni í gegnum Stormtré, og er til að mynda stærsti einkafjárfestirinn í Festi með 1,95% hlut. Þar að auki er Stormtré næststærsti hluthafi Controlant með um 6,6% hlut.
Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.
