Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarformaður Norvik, sem gjarnan er kenndur við Byko, hefur lengi verið þekktur í íslensku viðskiptalífi. Hann er meðal ríkustu Íslendinganna samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar.

Hann er stærsti eigandi eignarhaldsfélagsins Norvik ásamt fjölskyldu sinni. Jón Helgi á nú persónulega ríflega fjórðungshlut í Norvik en börn hans fara með meirihluta í félaginu.

Norvik á og rekur fimm dótturfélög á byggingavörumarkaði, í fasteignarekstri og timburvinnslu og á auk þess hlut í fasteignafélaginu Kaldalóni.

Meðal eigna Norvik eru fasteignafélagið Smáragarður, 59% hlutur í Bergs Timber sem skráð er í sænsku kauphöllinni og byggingavöruverslunin Byko.

Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.

Fjallað er um ríkustu Íslendingana í nýju tölublaði Frjálsrar verslunar.