Ólafur Davíð Torfason á um 75% hlut í Íslandshótelum, stærstu hótelkeðju landsins, í gegnum félag sitt, ÓDT ráðgjöf ehf. Hann er meðal ríkustu Íslendinganna samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar.

Ólafur stofnaði Íslandshótel ásamt Davíði Torfa syni sínum árið 1992. Hótelkeðjan starfrækir í dag átján hótel með um tvö þúsund hótelherbergi. Stefnt hefur verið að því að skrá Íslandshótel á hlutabréfamarkað á næstunni.

Fosshótel Reykjavík er stærsta hótel landsins
Fosshótel Reykjavík er stærsta hótel landsins
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Meðal eigna ÓDT ráðgjafar er fasteignafélagið Austureignir ehf. sem á fasteignir á Fáskrúðsfirði og leigir til Íslandshótela.

Þá á Ólafur einnig meirihluta í svokölluðum Blómavalsreit við hlið Grand hótels þar sem til stendur að byggja ríflega 100 íbúðir.

Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.

Fjallað er um ríkustu Íslendingana í nýju tölublaði Frjálsrar verslunar.