Verðmætasta eign Gríms Sæmundsen er um fimmtungs hlutur í Bláa Lóninu, fyrirtækinu sem hann stofnaði árið 1992 og hefur stýrt allar götur síðan.

Það tók félagið, sem í dag er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, þó nokkurn tíma að komast á þann stað. Það hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin en segja má að stóraukinn ferðamannastraumur til Íslands, sem hófst á síðasta áratug, hafi hraðað verulega á vexti félagsins.

Árið 2018 opnaði Bláa Lónið til að mynda lúxushótelið Retreat og félagið á hlut í nokkrum baðlónum víðsvegar um land.

Árin 2020 og 2021 reyndust félaginu erfið vegna heimsfaraldursins en í fyrra komst það aftur á beinu brautina og hagnaðist um tvo milljarða króna. Stefnt er að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað í haust.

Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.