Geir Valur Ágústsson er framkvæmdastjóri fjármálasviðs flugfélagsins Air Atlanta og næststærsti eigandi móðurfélags þess, Haru Holding, með 30% hlut. Geir hefur gegnt starfinu frá árinu 2010.

Atlanta tókst að umbreyta félaginu í heimsfaraldrinum úr áherslu á farþegaflutninga í fyrst og fremst fraktflutningafélag. Ólíkt farþegaflugi gekk fraktflug vel í heimsfaraldrinum og Air Atlanta hagnaðist um 5,6 milljarða króna árið 2021.

Geir var skattakóngur Norðurlands eystra árið 2020 þegar hann hafði um 154 milljónir í tekjur. Geir komst í fréttirnar með kaupum á tveimur lúxusíbúðum við Austurbakka. Fyrri íbúðin var keypt á 265 milljónir króna en seld innan við ári síðar til Björgólfs Thors Björgólfssonar á 310 milljónir króna. Í kjölfarið keypti Geir Valur stærri þakíbúð við Austurhöfn, alls 290 fermetra, á 505 milljónir króna.

Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.