Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen, er með hæstu tekjurnar á lista yfir næstráðendur í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Miðað við greitt útsvar námu mánaðarlegar tekjur hans 12 milljónum króna á síðasta ári.

Í öðru sæti á listanum er Magnús Ingi Einarsson, fjármálastjóri Skeljar fjárfestingafélags, með tæplega 10,6 milljónir. Helga Tatjana Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech, er í þriðja sæti listans með ríflega 9 milljónir.

Heimir Þorsteinsson, yfirmaður fjármálasviðs Alvogen, situr svo í fjórða sæti listans með tæplega 8,3 milljónir króna í mánaðarlaun.

Af fimm launahæstu næstráðendum starfa þrír hjá Alvogen eða Alvotech.

10 tekjuhæstu næstráðendur 2022:

  1. Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen - 12 milljónir króna
  2. Magnús Ingi Einarsson, fjármálastjóri Skel - 10,6 milljónir króna
  3. Helga Tatjana Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech - 9 milljónir króna
  4. Heimir Þorsteinsson, yfirm. fjármsv. Alvogen - 8,3 milljónir króna
  5. Ásbjörn Gíslason, fv. aðstforstj. Samskipa - 7,4 milljónir króna
  6. Júlíus Þorfinnsson, rekstrarstj. Stoða - 6,5 milljónir króna
  7. Ágúst Friðrik Hafberg, frkvstj. viðskiptaþr. Norðuráls - 6,1 milljón króna
  8. Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstj. KS - 6 milljónir króna
  9. Egill Jónsson, frkvstj. framlsv. Össur - 5,9 milljónir króna
  10. Geir Valur Ágústsson, frkvstj. fjárm. hjá Air Atlanta - 5,7 milljónir króna

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði