Steinar Ingi Kol­beins, að­stoðar­maður Guð­laugs Þórs Þórðar­sonar um­hverfis­ráð­herra, ber höfuð og herðar yfir marga kollega sína þegar kemur að launum en hann er launa­hæsti að­stoðar­maðurinn í Tekju­blaðinu.

Steinar Ingi þénar tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir að að­stoða Guð­laug Þór í sínum dag­legu störfum en tekjur hans námu 1,962 milljónum króna á mánuði.

Sól­ey Ragnars­dóttir, að­stoðar­maður Ás­mundar Einars Daða­sonar mennta- og barna­mála­ráð­herra, kemur þar næst á eftir með 1,75 milljónir króna í mánaðar­laun.

Teitur Björn Einars­son, fyrr­verandi að­stoðar­maður dóms­mála­ráð­herra, er í þriðja sæti með 1,546 milljónir í laun. Teitur var ráðinn sem að­stoðar­maður í febrúar 2022 en tók síðan sæti á Al­þingi í mars á þessu ári þegar Haraldur Bene­dikts­son tók við stöðu bæjar­stjóra Akra­ness.

Tekjuhæstu aðstoðarmennirnir 2022:

 1. Steinar Ingi Kol­beins, að­stoðar­maður um­hverfis­ráð­herra – 1,962 milljónir kr
 2. Sól­ey Ragnars­dóttir, að­stoðar­maður mennta- og barna­mála­ráð­herra – 1,75 milljónir kr.
 3. Teitur Björn Einars­son, fv. að­stoðar­maður dóms­mála­ráð­herra – 1,546 milljónir kr.
 4. Haf­þór Eide Haf­þórs­son, að­stoðar­maður við­skipta­ráð­herra – 1,502 milljónir kr.
 5. Sig­tryggur Magna­son, að­stoðar­maður sam­göngu­ráð­herra 1,465 milljónir kr.
 6. Hersir Aron Ólafs­son, að­stoðar­maður fjár­mála­ráð­herra – 1,458 milljónir kr.
 7. Helga Björg Olga Ragnars­dóttir, fv. Að­stoðar­maður heil­brigðis­ráð­herra 1,457 milljónir kr.
 8. Berg­lind Häsler, fv. að­stoðar­maður mat­væla­ráð­herra – 1,401 milljónir kr.
 9. Berg­þóra Bene­dikts­dóttir, að­stoðar­maður for­sætis­ráð­herra – 1,242 milljónir kr.
 10. Kjartan Hreinn Njáls­son, að­stoðar­maður land­læknis – 902 þúsund kr.
 11. Ey­dís Arna Lín­dal, að­stoðar­maður Há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra – 853 þúsund kr.

Athugasemd frá Steinari Inga Kolbeins vegna fréttarinnar: Launatölurnar mínar í fréttinni eru byggðar á áætlun ríkisskattstjóra vegna mistaka við skil á skattframtali í vor. Búið er að senda leiðrétt skattframtal. Launin mín eru þau sömu og laun annarra aðstoðarmanna ráðherra. Þá var ég ekki með neinar aukatekjur á síðasta ári.  

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og öðrum aukastörfum og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021, sem greiddur var árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Hafa verður í huga að inni í tekjunum getur líka verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignarsparnaði hjá lífeyrissjóði.