Andreas Halvorsen er þriðji ríkasti maður Noregs og átjándi ríkasti maður Skandinavíu.

Auður hans er metinn á 5,9 milljarða dollara eða um 800 milljarða króna, sem þýðir að hann situr í 426. sæti Forbes-listans yfir ríkasta fólk heims.

Halvorsen er einn af stofnendum vogunarjóðsins Viking Global Investors, sem er með höfuðstöðvar í Connecticut í Bandaríkjunum.

Hann á sér áhugaverðan bakgrunn því hann útskrifaðist frá Sjóhersskólanum í Bergen (n. Sjøkrigsskolen) og var um tíma hátt settur í sérsveit norska sjóhersins. Seinna nam hann hagfræði við Williams College í Bandaríkjunum og árið 1990 útskrifaðist hann með MBA gráðu frá Stanford.

Halvorsen stofnaði Viking Global árið 1999 með tveimur félögunum sínum þeim Brian T. Olson and David C. Ott.

Andreas Halvorsen

  • 800 milljarðar króna
  • 62 ára
  • Einn stofnenda Viking Global Investors
  • 3. ríkasti í Noregi

Fjallað er um Halvorsen í tímariti Frjálsrar verslunar en þar er m.a. einnig fjallað um ríkustu Íslendingana.