Nytsamlegir sakleysingjar gerðir út af BSRB ruddust inn í bæjarskrifstofur Kópavogs á miðvikudag.

Ástæðan var að Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri kom ekki út að ræða við mótmælendur sem voru saman komnir til að sýna lstarfsmönnum leikskóla tuðning í kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Hvað mótmælendur áttu van talað við Ásdísi er ekki augljóst enda er ekki Kópavogsbær ekki með samningsumboð í deilunni.

Hröfnunum finnst að þessi skrípaleikur afhjúpi þann skurð sem Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB hefur leitt félagsmenn sína í með þessum verkfallsaðgerðum. Boðað er til verkfallsins í krafti kröfu um jöfn laun og réttlæti. Gott og vel en hrafnarnir benda á að staðreynd málsins sé að Sonja samdi af sér þegar hún og hennar fólk tóku ekki tilboði Sambands íslenskra sveitarfélaga um afturvirka hækkun frá áramótun. Nú er staðan sú að BSRB krefst afturvirkrar hækkunar á kjarasamningi sem er runnin út.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Lesa má þennan í heild sinni í Viðskiptablaðinu sem kom út á föstudag.