Landvernd og Ungir umhverfissinnar skiluðu á dögunum inn umsögn við uppfærslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Umsögnin er stutt og kjarnyrt – aðeins 36 blaðsíður.
Landvernd og Ungir umhverfissinnar skiluðu á dögunum inn umsögn við uppfærslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Umsögnin er stutt og kjarnyrt – aðeins 36 blaðsíður.
Hún varpar ljósi á skeytingarleysi umræddra samtaka gagnvart athafnafrelsi og réttindum borgaranna og alþjóðlegum skuldbindingum íslensku þjóðarinnar.
Þannig leggja samtökin til að bann við kaupum ákveðinna vara frá sölusíðum utan Íslands, hámarksfjölda bílastæða í þéttbýlum, hámarksflatarmál einkabílainnviða á hvern hektara í þéttbýli og auglýsingabann á jarðefnaeldsneyti. Fjöldi annarra hugmynda sem myndu gera bíræfna einræðisherra og Gunnar Smára Egilsson stolta eru lagðar fram.
Hrafnarnir sjá þó bjarta hlið á síðastnefndu hugmyndinni þar sem það myndi um leið ganga að auglýsingum Sögu Garðarsdóttur fyrir Atlantsolíu dauðum.
Huginn og Muninn er einn af föstu skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Pistillinn birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.