Mikilli veislu var slegið upp á Austurvelli í tilefni innsetningar Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands. Til að viðstaddir myndu ekki missa af athöfninni í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu ákváðu skipuleggjendur að ekkert minna en tveir risaskjáir myndu duga til að gefa mannfjöldanum kost á að fylgjast með því sem fram fór.
Mikilli veislu var slegið upp á Austurvelli í tilefni innsetningar Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands. Til að viðstaddir myndu ekki missa af athöfninni í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu ákváðu skipuleggjendur að ekkert minna en tveir risaskjáir myndu duga til að gefa mannfjöldanum kost á að fylgjast með því sem fram fór.
Lítill fugl hvíslaði að hröfnunum að skjáirnir hefðu verið settir upp að ósk Höllu en selja það svo sem ekki dýrara en þeir keyptu það.
Hvað sem því líður telja hrafnarnir að skipuleggjendur hefðu mátt gefa sér að mætingin yrði fremur döpur, sem og varð raunin, vegna veðurs og tímasetningar. Athöfnin fór fram í leiðindaveðri síðdegis á fimmtudegi fyrir stærstu ferðahelgi ársins. Það lá við að hrafnarnir felldu tár er einmana og yfirgefinn risaskjár sást á grasblettinum næst Parliament hótelinu við Austurvöll í sjónvarpsútsendingu RÚV.
Huginn og Muninn er einn af föstu skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.