Fréttir bárust af því að Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu og hennar fólk í ríkisstjórninni hefðu samþykkt hvalrekaskatt á ítölsku bankanna á mánudag. Í kjölfarið hríðféll gengi hlutabréfa skráðra ítalska banka og upp varð mikið havarí þar sem ráðherrar Meloni þurftu að útskýra fyrir fjármálapressunni að skatturinn yrði aðeins settur á lítinn hluta hreinna vaxtatekna bankanna og ætti ekki að ógna fjármálastöðugleika. Það er nógu slæmt.

Hrafnarnir minna á að ítalskir bankar eru djúpsprengjur á hafsvæði evrusvæðisins. En um leið og þetta spurðist út reið Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra fram á sviðið og sagðist vera til í tuskið með slíkan skatt á íslensku bankanna. Og það þó svo að arðsemi þeirra sé lægri en sambærilegra banka í Evrópu og öll skattaumgjörðin hér á landi leggist á vaxtamuninn.

Hrafnarnir benda á að vandi ríkissjóðs felist ekki í skort á skatttekjum en hugsanlega gæti þessi hvalrekaskattur leitt til þess að aðstoðarmönnum ráðherra fjölgi í fimm.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins en þessi pistill birtist fyrst í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðins.