Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar drap niður penna og fjallaði um ferðamannaiðnaðinn í Viðskiptablaðinu í síðustu viku.

Fjallaði Þórhildur um nýstofnaða áfangastofu Reykjavíkurborgar en henni er ætlað að „vinna að sjálfbærri framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna og aukinni samkeppnishæfni svæðisins.“ Hrafnarnir ráku upp stór augu þegar þeir sáu þetta. Ekki vegna þess að borgin sem rambar á barmi greiðslufalls sé að auka útgjöldin enn frekar með því að stofna stjórnsýslueiningu um eitthvað sem hefur til þessa séð um sig sjálft.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Lesa má þennan í heild sinni í Viðskiptablaðinu sem kom út 25. maí.