Hásumarið er skollið á og fyrstu hvalirnir eru komnir á land í Hvalfirði.

Það er eins og við manninn mælt; -landanum þykir veðrið ýmist of vont eða of gott og ferðaþjónustunni virðist ekki hugnast sjálfbærar veiðar og vel launuð störf.

Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda að nýta beri lifandi auðlindir sjávar við Ísland, enda byggist nýtingin á vísindalegum grunni, hún sé sjálfbær, lúti eftirliti og í samræmi við alþjóðalög. Það má telja skynsamlegt.

Langreyður er ekki í útrýmingarhættu. Samkvæmt því sem fram kemur í gögnum Hafrannsóknastofnunar er mikið af langreyði við Ísland. Raunar var fjöldinn í síðustu talningu sá mesti frá upphafi hvalatalninga árið 1987! Það aflamark sem mælt er með af hálfu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar er samkvæmt ströngustu skilyrðum um sjálfbærar hval-veiðar, eins og þær eru skilgreindar og metnar hjá Alþjóða hvalveiðiráðinu (IWC). Veiðarnar eru því ótvírætt í samræmi við meginregluna um sjálfbærni.

Greinin birtist í fullri lengd í Viðskiptablaðinu 7. júlí 2022