Hrafnarnir gáfu sér loks tíma í vikunni til að horfa á heimildarmyndina Baráttan um Ísland sem frumsýnd var á RÚV fyrr í mánuðinum og fjallar um fjármálahrunið.
Sama dag og myndin var frumsýnd bárust fréttir um að Bosse Lindquist væri skráður sem einn af leikstjórum myndarinnar þrátt fyrir að hafa sagt sig frá henni á forstigum.
Þá hafi Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, sem skráður var ráðgjafi við gerð myndarinnar farið fram á að nafn sitt yrði ekki bendlað við myndina.
Þótti honum aðstandendur myndarinnar ekki hafa hlustað á ráðgjöf sína. Það þykir hröfnunum vera ákveðinn gæðastimpill á efni hennar en sitt sýnist hverjum.
Það sem vakti þó mestu athygli þeirra var að lögmaðurinn Katrín Oddsdóttir, sem þekkt er fyrir að tala í hástöfum og nýta hvert tækifæri til að ausa úr skálum reiði sinnar á Austurvelli, kvaðst í viðtali í myndinni ekki vera reið manneskja og að mikið þyrfti til að raska ró hennar. Öðruvísi hröfnunum áður brá.
Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.
Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af yfirvegun Katrínar Oddsdóttur.