Snemma í COVID faraldrinum spáðu ýmsir fyrir um varanlegar breytingar á samskiptum fólks. Faðmlögum og handaböndum kunningja átti til að mynda að verða slaufað varanlega en sú spá rættist ekki.
Fólk var orðið svo þreytt á sóttvarnatakmörkunum að það var farið að faðmast meira og innilegra en tíðkaðist fyrir faraldur og frussa hvert ofan í annað á barnum, löngu áður en takmörkunum var aflétt. Færri spáðu því aftur á móti jafn snemma að langtímaafleiðingin gæti orðið sú að frelsi fólks myndi eiga undir högg að sækja, en eftir því sem á leið fóru þó að renna tvær grímur á marga.
***
Fyrir COVID poppuðu reglulega upp misalvarlegar og missmitandi farsóttir á heimsvísu án þess að um þær væri fjallað í fjölmiðlum upp á hvern einasta dag og sóttvarnalæknir tilkynnti að sóttkví og einangrun yrði beitt þegar þær kæmu til landsins – en nú er öldin önnur.
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkru mannsbarni að apabólusmitum hefur fjölgað á heimsvísu. Apabólan smitast þó ekki svo glatt, einkum við náin kynni fólks sem fyrir er haldið brókarsótt, og bóla þessi veldur afar sjaldan alvarlegum veikindum.
Týr er skoðanadálkur sem áskrifendur geta lesið í heild sinni hér en þessi birtist í Viðskiptablaðinu 2. júní 2022.
Snemma í COVID faraldrinum spáðu ýmsir fyrir um varanlegar breytingar á samskiptum fólks. Faðmlögum og handaböndum kunningja átti til að mynda að verða slaufað varanlega en sú spá rættist ekki.
Fólk var orðið svo þreytt á sóttvarnatakmörkunum að það var farið að faðmast meira og innilegra en tíðkaðist fyrir faraldur og frussa hvert ofan í annað á barnum, löngu áður en takmörkunum var aflétt. Færri spáðu því aftur á móti jafn snemma að langtímaafleiðingin gæti orðið sú að frelsi fólks myndi eiga undir högg að sækja, en eftir því sem á leið fóru þó að renna tvær grímur á marga.
***
Fyrir COVID poppuðu reglulega upp misalvarlegar og missmitandi farsóttir á heimsvísu án þess að um þær væri fjallað í fjölmiðlum upp á hvern einasta dag og sóttvarnalæknir tilkynnti að sóttkví og einangrun yrði beitt þegar þær kæmu til landsins – en nú er öldin önnur.
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkru mannsbarni að apabólusmitum hefur fjölgað á heimsvísu. Apabólan smitast þó ekki svo glatt, einkum við náin kynni fólks sem fyrir er haldið brókarsótt, og bóla þessi veldur afar sjaldan alvarlegum veikindum.
Týr er skoðanadálkur sem áskrifendur geta lesið í heild sinni hér en þessi birtist í Viðskiptablaðinu 2. júní 2022.