Verðbólgumæling Hagstofunnar í morgun kom flestum á óvart. Mönnum hafði yfirsést að skilvirkasta leiðin til lækkunar verðbólgu er ekki hækkun raunvaxta heldur niðurgreiðsla sveitarfélaga á skólamáltíðum vel stæðs fólks.
Verðbólgumæling Hagstofunnar í morgun kom flestum á óvart. Mönnum hafði yfirsést að skilvirkasta leiðin til lækkunar verðbólgu er ekki hækkun raunvaxta heldur niðurgreiðsla sveitarfélaga á skólamáltíðum vel stæðs fólks.
Vekur það furðu hrafnanna því að síðast þegar verðbólga reyndist undir væntingum var það vegna ákvörðunar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að láta skattgreiðendur þessa lands greiða fyrir skólagjöld fullorðins fólks í háskólanámi.
Það var ekki óvænt að mælingin hleypti mönnum kapp í kinn. Ekki kom það neinum á óvart, og allra síst hröfnunum, að Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtoginn frá Skipaskaga skuli hafa verið manna kappsamastur í þeim efnum.
Hann var kominn óðamála í hádegisfréttir Ríkisútvarpsins fyrr í dag og taldi verðbólgumælinguna svo mikil tíðindi að hann krafðist þess að Seðlabankinn myndi lækka stýrivexti næsta þriðjudag en ekki á miðvikudag þegar næsti fundur peningastefnunefndar Seðlabankans verður haldinn.
Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins.