Þrátt fyrir ákúrur vinstri manna þá brenna hrafnarnir fyrst og fremst fyrir þrennt það sama og Inga Sæland; fæði, klæði, húsnæði.

Því var það sérlega ánægjulegt fyrir þá er fréttir bárust af því að lífeyrissjóðir væru að festa kaup á starfsemi Heimstaden hér á landi. Hrafnarnir eru minnugir og muna því vel eftir því er Arnar Gauti Reynisson, fyrrverandi forstjóri Heimstaden, áður Heimavalla, kvartaði undan áhugaleysi lífeyrissjóðanna meðan félagið var skráð á hlutabréfamarkað.

Eitthvað virðist byltingarsinnin Ragnar Þór Ingólfsson hafa hreyft við sjóðunum en hann hefur beitt sér fyrir því að stéttarfélag millistjórnenda nýti fjármuni sýna til að setja á fót óhagnaðardrifin leigufélög.

Hvort téður Ragnar Þór sé eini áhrifavaldurinn vita hrafnarnir ekki en nýfenginn áhugi lífeyrissjóða á að leigja út íbúðarhúsnæði vekur vissulega athygli en eins og Viðskiptablaðið greindi frá í sumar skoða íslenskir lífeyrissjóðir alvarlega að stofna nýtt leigufélag ásamt sjóðastýringarfélaginu Summu. Heimildir hrafnanna herma að kaupin á Heimstaden hafi ekki áhrif á fyrirætlanir um stofnun þess leigufélags.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.